þá er komið að því ...

jæja þá er komið að því... að blogga.

þegar ég var á leiðinni uppí vinnu eftir crossfit æfingu í morgunn. þá fékk þá  flugu í höfuðið sem ég hef nú fengið oft áður ...að birja blogga...og ég hef alltaf látið það sitja á hakanum því að mínar talentur hafa ekki verið í skrifum. En þá er bara meiri ástæða fyrir mig að blogga og æfa mig því heyrt hef ég að æfingin skapi meistarann.

Mig langar aðalega í þessum bloggskrifum mínum deila því með ykkur það sem kemur í huga minn....uuuu samt ekki allt sem kemur í huga minn því þá mundu þið halda að ég væri geðveikur... en ég held að það sé soleiðis með alla, það kemur hjá öllum allskonar rugl hugsanir ef ekki þá hljótið þið að vera fullkominn.

'Eg var að lesa í orðinu (biblíunni) þegar Jesús er búinn að tala við samversku konuna við brunninn, þegar hann talar beint inn í líf hennar og segir henni frá öllu því sem er búið að gerast í lífi hennar og hún fer og hleipur um borgina og segir öllum frá Jesú ( jóh 4:1-30. ) og frá versi 4:31. (Meðan þessu fór fram, báðu lærisveinarnir hann: ,,Rabbí, fá þér að eta.".Hann svaraði þeim:,,'Eg hef mat að eta, sem þér vitið ekki um." Þá sögðu lærisveinarnir sín á milli:,,Skyldi nokkur hafa fært honum að eta?,, Jesús sagði við þá:,,Minn matur er að gjöra vilja þess sem sendi mig, og fullna verk hans). Og ég er búinn að vera alveg hugfanginn að þessum kafla, sérstaklega er ég búinn að pæla í þessum orðum :minn matur er að gjöra þess sem sendi mig,( er föðurinn ) 

Hver er okkar fæða ?

Eins og ég skil þetta, þá er hann að meina :fyrir hvað lifum við ?

Hver er okkar fæða ? hvað er efst í huga okkar ?

Við fæðumst af því sem er efst í huga okkar...

Það sem er í huga okkar - er í hjarta okkar

Það sem er í hjarta okkar stýrir okkur og leiðir okkur, hvernig við lifum dagsdaglega.

sama hvað kemur yfir okkur : kreppa,kvíði,áhyggjur og allt utanaðkomandi. Þá verðum við að tala út líf og von inní okkar aðstæður.

Og það besta sem við getum gert er að afhenda Guði ALLT okkar líf hvern dag og fylgja honum.

Að hann sé okkar fæða

og þá getum við komið til hans allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og hann mun veita þér hvíld í sálu þinni.

'Eg vona að það sé uppörfun í skrifum mínum, til þess er ég að þessu. Og ef þið finnið e-r stafsetningarvillur hjá mér, endilega látið mig vita. Því ég vil endilega bæta mig.

Því batnandi mönnum er best að lifa... segir e-r....:)


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Velkominn í bloggheima Ingvar      Góðar pælingar þarna á ferðinni hjá þér og ég er ekki frá því að þú hittir þarna naglann á höfuðið! 

Mofi, 2.12.2008 kl. 17:20

2 identicon

Sæll Ingvar gamli vinur  það á eftir að vera gaman að lesa skrif þín hér

kveðja Jói

Jóhann Pétur (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 21:34

3 identicon

frábær færsla! frábært blogg :)

knús úr sveitinni, Aldapalda og hin

Aldapalda (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 11:34

4 identicon

Jamm flott blogg, býð spennt eftir næstu færslu ;)

Allý (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 22:05

5 identicon

velkominn í bloggheiminn kæri bróðir, vona að þú eigir eftir að vera duglegri að blogga en hún systir þín. þetta með geðveikina, hahhahaha segi nú bara sömó

Silfá litla systir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingvar Óskar Sveinsson

Höfundur

Ingvar Óskar Sveinsson
Ingvar Óskar Sveinsson
'Eg er 77 árgerð, fæddur og stoltur 'Isfirðingur. en bý í reykjavík.ég hef gefið Jesú líf mitt og ég á honum allt mitt líf að þakka.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 1724

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband