FASTHELDNI...

jæja það er búið að vera soldil mikil ritstífla í mér núna, eða bara búið að vera soldið busy time núna. En allavega..

ég lenti í spjalli við gamlan vin um daginn á face-inu (sem er snilld) og við fórum soldið að spjalla um Guð. Og ég spurði hann... því mér heyrðist á honum að hann væri trúaður, hvar ert þú staddur í trúnni ?og ég man nú ekki allt svarið.... en í svarinu kom orðið fastheldni.....að hann væri búinn að kynnast Guði með fastheldni við hann...

Og þetta orð fastheldni... er búið að vera fast í huga mínum síðan...'Eg er búinn að vera hugleiða þetta orð síðan og það er  búið að blessa mig mjög mikið.

'Eg hugsaði um þetta orð á tvennann hátt:

Að halda fast í Guð, vera stöðugur í honum og vera fastur á því að koma fram fyrir hann dagsdaglega.

Og svo var það sem er búið að blessa mig svo mikið. Það er fastheldni í sambandi við okkar karakter.

Ef við horfum á okkur frá öðru sjónarhorni og pælum í...hver erum við ? Hvaða karakter höfum við að geyma ? Hvernig sjá aðrir okkur ? Hvernig fyrirmyndir erum við ?

ég vona allavega að allir hafi e-r góðar fyrirmyndir sem er hvatning fyrir okkur. 

'Eg fór allavega að hugsa um hvaða karakter ég hefði að geyma! og þar með rifjaðist upp fyrir mér sá karakter sem ég vill tileinka mér og vera, þá er ég ekki að tala um persónuleika, að breyta mínum persónuleika, maður gerir það ekki. Heldur er ég að tala um hvaða karakterseinkenni vill ég tileinka mér....

T.d. ég á mér margar fyrirmyndir, fyrst og fremst er það Jesús sem er mín helsta fyrirmynd. Svo er páll postuli það líka, sérstaklega hvað varðar hvað hann var sannmáll og djarfur að tala út sannleikann og talaði hreint út án þess að vera að skafa af hlutunum, hann áminnti kirkjuna oft mjög harðlega.. sem er bara gott, enda er áminning bara að minna fólk á sannleikann og orðið, og það er e-ð sem kirkjan ætti að gera miklu meira, við höfum bara gott af því. Svo var það líka að hann þjónaði og starfaði í veikleika sínum til þess að kraftur Guðs fengi að streyma í gegnum hann svo að hann starfaði ekki í sínum eigin mætti.

svo get ég líka nefnt hann Davíð konung sem var svo auðmjúkur og einlægur frammi fyrir Guði, hann gerði hroðaleg mistök, en hann játaði þau frammi fyrir guði og mönnum. Þannig að það er auðmýkt í hans karakter.

það er þetta sem ég er að tala um, ég vill vera auðmjúkur, djarfur, einlægur, sannmáll, ég vill vera fyrirmynd fyrir aðra og blessa aðra. það er sá karakter sem ég vill vera og þetta er e-ð sem ég get ræktað í mínum karakter dagsdaglega með því að minna mig stöðugt á hver ég vill vera og vera fastheldin við það. 'Eg held að við hugsum allt of lítið um það hver við viljum vera, eða hvort við erum eða viljum vera fyrirmynd eða ekki!!!

Hvaða karakter vilt þú vera ?

það er algjörlega undir þér komið...

þetta snýst allt um ákvörðun dagsdaglega.....

Guð blessi ykkur og gleðileg jól :)


þá er komið að því ...

jæja þá er komið að því... að blogga.

þegar ég var á leiðinni uppí vinnu eftir crossfit æfingu í morgunn. þá fékk þá  flugu í höfuðið sem ég hef nú fengið oft áður ...að birja blogga...og ég hef alltaf látið það sitja á hakanum því að mínar talentur hafa ekki verið í skrifum. En þá er bara meiri ástæða fyrir mig að blogga og æfa mig því heyrt hef ég að æfingin skapi meistarann.

Mig langar aðalega í þessum bloggskrifum mínum deila því með ykkur það sem kemur í huga minn....uuuu samt ekki allt sem kemur í huga minn því þá mundu þið halda að ég væri geðveikur... en ég held að það sé soleiðis með alla, það kemur hjá öllum allskonar rugl hugsanir ef ekki þá hljótið þið að vera fullkominn.

'Eg var að lesa í orðinu (biblíunni) þegar Jesús er búinn að tala við samversku konuna við brunninn, þegar hann talar beint inn í líf hennar og segir henni frá öllu því sem er búið að gerast í lífi hennar og hún fer og hleipur um borgina og segir öllum frá Jesú ( jóh 4:1-30. ) og frá versi 4:31. (Meðan þessu fór fram, báðu lærisveinarnir hann: ,,Rabbí, fá þér að eta.".Hann svaraði þeim:,,'Eg hef mat að eta, sem þér vitið ekki um." Þá sögðu lærisveinarnir sín á milli:,,Skyldi nokkur hafa fært honum að eta?,, Jesús sagði við þá:,,Minn matur er að gjöra vilja þess sem sendi mig, og fullna verk hans). Og ég er búinn að vera alveg hugfanginn að þessum kafla, sérstaklega er ég búinn að pæla í þessum orðum :minn matur er að gjöra þess sem sendi mig,( er föðurinn ) 

Hver er okkar fæða ?

Eins og ég skil þetta, þá er hann að meina :fyrir hvað lifum við ?

Hver er okkar fæða ? hvað er efst í huga okkar ?

Við fæðumst af því sem er efst í huga okkar...

Það sem er í huga okkar - er í hjarta okkar

Það sem er í hjarta okkar stýrir okkur og leiðir okkur, hvernig við lifum dagsdaglega.

sama hvað kemur yfir okkur : kreppa,kvíði,áhyggjur og allt utanaðkomandi. Þá verðum við að tala út líf og von inní okkar aðstæður.

Og það besta sem við getum gert er að afhenda Guði ALLT okkar líf hvern dag og fylgja honum.

Að hann sé okkar fæða

og þá getum við komið til hans allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og hann mun veita þér hvíld í sálu þinni.

'Eg vona að það sé uppörfun í skrifum mínum, til þess er ég að þessu. Og ef þið finnið e-r stafsetningarvillur hjá mér, endilega látið mig vita. Því ég vil endilega bæta mig.

Því batnandi mönnum er best að lifa... segir e-r....:)


Um bloggið

Ingvar Óskar Sveinsson

Höfundur

Ingvar Óskar Sveinsson
Ingvar Óskar Sveinsson
'Eg er 77 árgerð, fæddur og stoltur 'Isfirðingur. en bý í reykjavík.ég hef gefið Jesú líf mitt og ég á honum allt mitt líf að þakka.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband